Nordisk Akademikerforum – Samantekt

Posted_on feb 24, 2014 | 0 comments

Dagana 21.-23. ágúst 2013 sótti 17 manna hópur frá Bandalagi háskólamanna og aðildarfélögum þess Nordisk Akademiker Forum. Í þessum hópi voru níu frá félögunum sem standa að rekstri þjónustuskrifstofunnar, þar af einn fulltrúi frá SBU. Nordisk Akademiker Forum er haldið þriðja hvert ár og er vettvangur BHM og systurbandalaga þess á Norðurlöndum til að ræða málefni háskólamenntaðra. Norðurlöndin (Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð) skiptast á að halda ráðstefnuna og var hún haldin á Hotel Frederiksdal í Kongens Lyngby í Danmörku að þessu sinni. Öll umgjörð og skipulagning var til fyrirmyndar og fyrirlestrarnir og umræður afar áhugaverðar. Ráðstefnunni var skipt í fjögur þemu: 1.      Vinnuumhverfi: Vinna án marka 2.      Háskólapólitík: Hvað eru gæði í háskólanámi og hvernig viðheldur maður gæðunum þegar fjöldi nemenda eykst? 3.      Ævilaun 4.      Félagslegir frumkvöðlar Samantekt frá Nordisk Akademikerforum (pdf)  ...

Read More

Grein um kjaramál stéttarinnar

Posted_on feb 20, 2014 | 0 comments

Grein um kjaramál bókasafns- og upplýsingafræðinga birtist á visir.is í dag, 20. febrúar. Eins og góðum upplýsingafræðingum sæmir, vísum við á greinina á visir.is.

Read More

Launakönnunargreining febrúar 2013

Posted_on feb 15, 2014 | 0 comments

Sigrún Ösp Sigurjónsdóttir, hagfræðingur á þjónustuskrifstofu SBU, hefur unnið gögn úr kjarakönnun BHM 2013 fyrir SBU og samstarfsfélög þess. Niðurstöður hennar sýna að mikill munur er milli heildarlauna þeirra SBU-félaga sem starfa hjá ríkinu og þeirra sem starfa hjá Reykjavíkurborg, eða 21% þeim í hag sem starfa hjá ríkinu. Munurinn er minni hjá öðrum sveitarfélögum, þar sem félagar SBU eru með 2,2% lægri laun að meðaltali en þeir hjá ríkinu, og hjá fólki á almennum markaði, sem er að meðaltali með 10,4% lægri laun en fólk hjá ríkinu. Hér er miðað við heildarlaun í febrúar 2013. SBU-félagar hjá Reykjavíkurborg starfa fyrst og fremst á Borgarbókasafni eða sem skólabókaverðir. Í öðrum sveitarfélögum eru hlutfallslega fleiri forstöðumenn almenningsbókasafna og hjá ríkinu eru starfsmenn á Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni auk nokkurs fjölda skjalastjóra. Þessar niðurstöður sýna að sérstaklega þarf að huga að stöðu þeirra sem vinna hjá Reykjavíkurborg. SBU hefur undanfarin ár unnið að því að bæta stöðu skólabókavarða hjá Reykavíkurborg en sú vinna laut fyrst og fremst að því að verja störf í niðurskurði. Greiningin í heild...

Read More

Aðgerðakönnun

Posted_on feb 6, 2014 | 0 comments

Könnun um kosti í aðgerðum, janúar 2014 Félagsmenn aðildarfélaga Bandalags háskólamanna (BHM) hafa dregist alvarlega aftur úr í kjaraþróun undanfarinna ára. Til að sækja nauðsynlegar leiðréttingar þarf að sýna með ótvíræðum hætti fram á mikilvægi þeirra starfa sem unnin eru af háskólamenntuðum sérfræðingum. Í aðdraganda komandi kjarasamninga unnu heildarsamtök vinnumarkaðarins viðamikla greiningu á launaþróun á íslenskum vinnumarkaði á árunum 2006-2013. Þar kemur fram að laun félagsmanna BHM hafi hækkað minna en annarra á tímabilinu. Í raun hafa nafnlaun hækkað minnst hjá félagsmönnum BHM ef frá eru taldir framhaldsskólakennarar hjá ríkinu og félagsmenn BSRB hjá sveitarfélögum. Til þess að ná ásættanlegum árangri í kjarasamningum getur þurft að grípa til aðgerða. Skoðanir félagsmanna skipta höfuðmáli þegar kemur að því að ákveða þær aðgerðir. 7 félög innan BHM gripu því til þess ráðs að kanna vilja félagsmanna sinna til aðgerða. Skýrsla þessi gerir grein fyrir niðurstöðum Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðinga (SBU). Spurningakönnun var send í tölvupósti á 264 félagsmenn, af þeim svöruðu 206 eða 78%. Könnunin var lögð fyrir alla félagsmenn sem hafa fulla aðild að SBU. Sá sem hefur fulla aðild greiðir félagsgjöld, hefur sótt um aðild að félaginu og sú umsókn verið samþykkt af stjórn félagsins. Könnunin fór fram dagana 20. – 24. janúar. Tölvupóstur var sendur til félagsmanna mánudaginn 20. janúar og áminning var send fimmtudaginn 23. janúar. Niðurstöðum var safnað föstudaginn 24. janúar. Niðurstöður Af þeim 206 sem svara könnuninni vinna 44% hjá ríkinu, 15% hjá Reykjavíkurborg, 31% vinna hjá öðru sveitarfélagi en Reykjavíkurborg og 10% á almennum markaði.   Aðgerðir sem fólk kaus eru (hægt að svara fleiri en einum kosti): Óvenjulegur fjöldi fyrirspurna í tölvupósti – 18% Að starfsmenn fylgi starfslýsingum nákvæmlega og sniðgangi öll störf sem ekki eru tilgreind þar – 35% Að starfsmenn fylgi vinnutímareglum nákvæmlega og vinni alls ekki utan þess tíma – 29% Að starfsmenn taki ekki á sig ábyrgð yfirmanna sinna og beri allar ákvarðanir undir ábyrgðaraðila – 26% Tíðir vinnustaðafundir um kjarasamninga og kjaramál – 43% Verkfall – 2% Annað – 3%   Sigrún Ösp Sigurjónsdóttir, hagfræðingur á þjónustuskrifstofu SBU vann könnunina. Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga þakkar öllum sem svöruðu könnuninni kærlega fyrir...

Read More

Fundur um kjaramál 6. feb. kl. 15

Posted_on feb 1, 2014 | 0 comments

Bandalag háskólamanna hefur boðað til samstöðufundar í Háskólabíó fimmtudaginn 6. febrúar kl. 15. Til fundarins er boðað með skömmum fyrirvara. Á dagskrá er ávarp formanns BHM, Guðlaugar Kristjánsdóttur, yfirlit yfir stöðu mála í kjaraviðræðum og tónlistaratriði. SBU hvetur félagsmenn sem hafa tök á, að ljúka vinnudegi með fundinum á fimmtudag. Þessi fundur er félagsfundur okkar og þeirra félaga sem taka þátt í kjaraviðræðum með...

Read More