Samningur ASÍ við SA 21. desember

Posted_on des 22, 2013 | 0 comments

ASÍ og Samtök atvinnulífsins hafa skrifað undir nýjan kjarasamning fyrir hönd aðildarfélaga sinna. Samningurinn verður núna borinn undir félögin og verði hann samþykktur, gildir hann frá og með 1. janúar næstkomandi. Að sögn ASÍ er þetta aðfarasamningur, til eins árs. Á þeim tíma verður unnið að gerð langtímasamnings, sem stefnir að stöðugleika í íslensku efnahagslífi og kaupmáttaraukningu til framtíðar. Laun og allir kjaratengdir liðir hækka um 2,8%. Lágmarkshækkun verður þó 8.000 krónur á mánuði og taxtar undir 230.000 hækka að auki um 1.750 krónur. Þetta þýðir að öll laun fyrir neðan 230.000 hækka um 9.750 á mánuði, öll laun milli 230.000 og 285.000 hækka um 8.000 krónur á mánuði og öll laun þar fyrir ofan hækka um 2,8%. Þá hækka framlög í starfsmenntunarsjóði um 0,1%. Í tengslum við samningana náðist samkomulag við ríkisstjórnina um breytingar á tekjuskatti, þannig að neðsta tekjuskattsþrepið nær upp að 290.000  króna launum á mánuði í stað 256.000 króna. Tekjuskattur í næsta þrepi verður 25,3% í stað 25,8% áður. Stjórnin hafði áður ætlað að lækka þann skatt í 25% en það breyttist þegar tekjumörk voru færð. Ríkið mun ekki hækka gjaldskrár um meira en 2,5% á árinu og stærstu sveitarfélög gera hið sama. Athugið að ofan á tekjuskatt leggst síðan alltaf útsvarsprósenta í viðkomandi sveitarfélagi. Aðstaða margra BHM-félaga, þar með töldu SBU, er önnur en ASÍ-félaga. Þar ber fyrst að nefna að hækkanir hjá ASÍ-félögum hjá ríkinu hafa verið 8,6% meiri en BHM-félaga hjá sama vinnuveitanda á árunum 2008 til 2013, svo dæmi sé tekið. Einnig er um mun að ræða hjá sveitarfélögunum og á almennum markaði. Launaskrið er hjá mörgum ASÍ-félaga en þekkist vart hjá SBU-félögum. Samkvæmt tölum Seðlabanka Íslands er verðbólga 4,2% þegar þetta er skrifað. Það er því ljóst að kröfur BHM-félaga verða aðrar en þær sem nú hefur verið skrifað undir hjá ASÍ. Eldri samningur SBU og annarra BHM-félaga rennur út 31. janúar með eingreiðslu upp á 38.000 krónur. Samningafundir munu liggja í láginni fram yfir áramót og verður tíminn notaður til að fara yfir hvaða áhrif nýgerðir samningar ASÍ og SA hafa á samningagerð okkar. Nú þegar hafa borist fregnir af því að nokkur félög innan ASÍ hyggist ekki samþykkja þennan samning, en það verður útkljáð á félagsfundum...

Read More

Grein um mikilvægi lesskilnings

Posted_on des 9, 2013 | 0 comments

Þorgrímur Þráinsson skrifar um ástæður minnkandi lesskilnings barna í Morgunblaðið 6. desember (s. 32). Hann segir meðal annars: „Ef það væri raunverulegur vilji til að styðja við bakið á barnabókmenntum myndi ríkið kaupa nýútgefin verk barna- og unglingabókahöfunda, hugsanlega þúsund eintök, og dreifa þeim á skólabókasöfnin eins og tíðkast víða erlendis. Raunveruleikinn hér á landi er hins vegar sá að hníf er stungið í hjarta skólanna – skólabókasöfnin – með því að draga úr starfshlutfalli bókasafnsfræðinga. Eða þeim hreinlega sagt upp. Mikilvægasta athvarfi nemenda er lokað, nema hluta úr degi. Og bókasöfnin kaupa hugsanlega örfáar nýútkomnar bækur.“ Í greininni fjallar hann að auki um lág framlög til höfunda vegna útlána á bókasöfnum og lág framlög úr launasjóði rithöfunda til höfunda barna- og unglingabóka. Hann reifar einnig hugmyndir um að rithöfundar gætu komið að bókmenntakennslu í grunnskólum með því að kenna ritlist, til að efla skilning skólabarna á rituðu orði. Hann nefnir einnig þá hugmynd að skóladagur byrji alltaf á yndislestri og ljúki á því að farið verði yfir þau orð sem krökkunum fannst erfitt að skilja í textanum sem þau lásu um morguninn. Hann hvetur að lokum til að opinberir aðilar blási til átaks um meiri lestur á heimilum. Þorgrímur er metsöluhöfundur og hefur skrifað barna- og unglingabækur, auk þess sem hann hefur skrifað bækur almenns eðlis, í blöð og í tímarit. Grein hans er mikilvægt innlegg um stöðu skólabókasafnanna og hvatning til upplýsingafræðinga að láta í sér heyra í fjölmiðlum um þessi...

Read More

Niðurfærsla námslána

Posted_on des 2, 2013 | 0 comments

SBU tekur fagnandi tillögum ríkisstjórnarinnar um niðurfærslu húsnæðislána, sem kynntar voru 30. nóvember. Um leið er minnt á kröfur félagsins um að eins verði farið með námslán, sem er mikið hagsmunamál fyrir háskólafólk. Með tillögum ríkisstjórnarinnar er viðurkennt að lántakendur húsnæðislána hafi verið látnir taka meiri byrðir en þeim bar á árunum 2007-2010. Þær verðbætur sem voru umfram 4,8% á tímabilinu desember 2007 til ágúst 2010 verða bættar, sem svarar um 13% fyrir allt tímabilið. Allir þurfa þak yfir höfuðið og þess vegna eru lán vegna húsnæðis til eigin nota felld undir þessar aðgerðir. Háskólafólk hefur tekið lán til að standa straum af námskostnaði, sem byggir undir starf þeirra allt lífið. Námið styrkir þau og styrkir um leið hag þjóðarinnar. Þessi lán hafa lága vexti en eru verðbætt, og voru reyndar fyrstu vísitölubundnu lánin. Flest þeirra hafa verið veðbundin, annað hvort með veði ábyrgðarmanns eða fasteignaveði skuldara. Greitt er af þeim tvisvar á ári, annað hvort 4,75% eða 3,75% af brúttólaunum, miðað við tekjur árið á undan. Þessar greiðslur samsvara tveggja til þriggja vikna nettólaunum á hverju ári og greiða margir af þeim í áratugi. Þau hafa þannig verið sams konar byrði og húsnæðislán fyrir flesta og ruku upp á árunum 2007-2010 á sama hátt og húsnæðislánin. Til eru þau sem ekki þurfa á þessum lánum að halda, en margir eru í þeirri stöðu á yngri árum að hafa lítið fé en góða hæfileika til að læra. Þau taka þess vegna þessi lán til að byggja undir líf sitt. Með náminu vinna þau að virðisauka fyrir þjóðina alla. SBU krefst þess að í aðgerðum stjórnvalda vegna lána verði farið með námslán eins og húsnæðislán....

Read More