Nýr upplýsingavefur BHM

Posted_on okt 24, 2013 | 0 comments

BHM hefur opnað endurbættan vef bandalagsins. Slóðin er sú sama, bhm.is. Uppsetning er skýrari en áður og vefurinn er læsilegur jafnt á öll tæki (snjallvefur, responsive design líkt og vefur SBU). Helsta nýjungin eru svokallaðar Mínar síður hjá BHM. Þar má fá yfirlit yfir umsóknir, jafnt eldri sem nýjar og stöðu hvers og eins. Þar má einnig skila inn fylgigögnum  með umsóknum rafrænt, og þess vegna ekki lengur þörf á að skila frumriti til skrifstofu. Ein undantekning er Styrktarsjóður BHM, sem er fyrir starfsmenn hjá opinberum aðilum, sem ekki tekur þessa nýjung í gagnið fyrr en í janúar 2014. Mínar síður hjá...

Read More

Útlitsbreytingar á vef SBU

Posted_on okt 20, 2013 | 0 comments

Þegar vef SBU var hleypt af stokkunum í sumar, fengum við viðbrögð frá mörgum og yfirleitt var fólk ánægt með breytingarnar. Við fengum einnig ábendingar um það sem mætti betur fara, þar á meðal að texti var ekki allur jafnskýr. Grátt letur var of ljóst og rann saman við hvítan bakgrunn. Við höfum breytt þessu og gert letrið skýrara. Við vinnum stöðugt að betra útliti á vefnum innan ramma þess þema sem við völdum í WordPress, sem heitir Trim. Meðal annars höfum við fengið að nota fjölda mynda frá Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni, sem Helgi Braga ljósmyndari hefur tekið í áranna rás. Ein slík fylgir hérna með þessum pistli. Við tökum með þökkum við myndum sem tengjast starfi bókasafns- og upplýsingafræðinga, hvort sem það er innan eða utan bókasafna, við skjalastjórn eða aðra upplýsingavinnu. Hér verður þó að hafa í huga að þessi vefur er ekki fréttavefur, heldur til upplýsinga um starf...

Read More

Kjarakönnun 2013

Posted_on okt 13, 2013 | 0 comments

Vorið 2013 gerði Maskína kjarakönnun meðal félaga BHM. Eins og kemur fram annars staðar á vefnum var þátttaka best innan SBU. Þetta þýðir meðal annars að niðurstöður könnunarinnar urðu áreiðanlegastar innan félagsins. Niðurstöður fyrir SBU eru hér á pdf-skjali (5 MB): SBUkjarakonnun2013

Read More

Fjárlögin og framtíðin

Posted_on okt 4, 2013 | 0 comments

Fjárlagafrumvarp þessa hausts vekur háskólafólk til umhugsunar um framtíð vinnu þeirra í landinu. Hugurinn leitar ósjálfrátt til stöðu Landspítalans. Spítalinn er stundum talinn einstaklega illa staddur, en í raun endurspeglar hann þjónustu hins opinbera á liðnum árum. Á tímum góðæris fékk hann lítið auknar fjárframlögur sem hvergi dugðu fyrir sístækkandi hlutverki. Tæki og fasteignir héldu ekki í við auknar kröfur um þjónustu. Laun löðuðu ekki fólk til spítalans. Á árinu 2008 varð örlítil breyting þegar fagfólk sem hafði farið að vinna annars staðar flykktist til spítalans. Þessi hreyfing varð skammlíf þar sem niðurskurður á fjárframlögum þýddi að segja þurfti upp fólki í alls kyns stoðþjónustu, enda var miðað við að láta niðurskurðinn bitna síðast á þjónustunni við sjúklinginn. Fólkið í stoðþjónustunni var þó upphaflega ráðið til vinnu sem nýttist læknum og hjúkrunarfræðingum, en unnið af fólki á lægri launum. Vinna í stoðþjónustunni átti að spara hærra launuðu fólki tíma, og spítalanum þannig peninga. Þegar skorið var niður í stoðþjónustunni  varð reksturinn aftur dýrari um leið og nagað var innan úr innviðum spítalastarfsins. Að lokum fyllist mælirinn hjá læknunum og hjúkrunarfræðingum sem standa við rúm sjúklingsins, einnig vegna þess að fólkinu sem vann bakvinnuna hefur verið sagt upp. Flótti lykilstétta úr landi til betri kjara annars staðar er aðeins hluti vandans. Þetta gerðist líka í annarri mynd á öðrum vinnustöðum ríkis og sveitarfélaga. Þannig er staðan á mörgum bóka- og skjalasöfnum. Fagfólk bendir á síminnkandi framlög til bókakaupa sem fæla ungt fólk enn frekar frá bókasöfnunum. Stéttarfélagið hefur greint markvissa stefnu ríkis og margra sveitarfélaga til að ráða fólk með lægri launakröfur til starfa síðustu fimm árin. Þannig er grafið undan þjónustunni, en þetta er ekki sýnilegt fyrir notandann. Einn daginn er svo staðið frammi fyrir ónýtri þjónustustofnun, og tekur mörg ár að byggja upp aftur. Á meðan er ekki fýsilegt fyrir ungt fólk að mennta sig til þessara starfa og þannig vara áhrifin í mörg ár eftir. Einnig í upplýsingageiranum flyst þekkingin til landa þar sem mannsæmandi laun eru greidd, háir jafnt sem lágir, og lífskjör eru að öðru leyti betri. Þannig sjálfsbjargarviðleitni er eðlileg og til í öllum stéttum. Það er ljóst að um leið og hið opinbera hefur tekið á sig þær skyldur að veita ákveðna þjónustu, ber því einnig skylda til réttlátra launa fyrir þær stéttir sem við þá þjónustu vinna. Það dugir ekki að láta þær verða ofurseldar launastigi sem liggur neðan við almennan markað og kalla það pólitíska afstöðu. Það er á engan hátt réttlætanlegt. Aðstaða er öll í skötulíki á mörgum stöðum, því þeir sem ekki nutu uppbyggingar fyrir árið 2008 hafa sannarlega ekki fengið að njóta hennar eftir það. Stórsigur nýrrar ríkisstjórnar í kosningum í vor sýndi að fólk beið eftir að...

Read More