SBU fær Kjarabikarinn

Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga hlaut Kjarabikarinn sem afhendur var á aðalfundi BHM þann 17.maí 2013. Bikarinn var veittur félaginu fyrir einstaklega góða þátttöku félagsmanna í kjarakönnun BHM sem framkvæmd var fyrir skömmu. Félagsmenn allra aðildarfélaga fengu könnunina senda í tölvupósti og voru beðnir að svara um 35 spurningum er varða kaup þeirra og kjör. Meðal annars var spurt um laun fyrir febrúar í ár.

Langsamlega flestir félagsmenn í SBU svöruðu könnuninni og ekkert félag var með betri svörun. Á myndinni má sjá Sigrúnu Guðnadóttur formann SBU halda bikarnum á lofti en Guðlaug Kristjándóttir formaður BHM afhenti hann.

StjornSBU2013Kjarabikar